Stundar þú kynlíf nógu oft og lengi?

Einu sinni í viku er bara nokkuð oft.
Einu sinni í viku er bara nokkuð oft. mbl.is/Thinkstockphotos

Ertu að gera það nógu oft eða nógu lengi? Þessari spurningu er erfitt að svara og fólk ætti líklega ekki að vera að bera sig saman við annað fólk. Ef löngunin er hins vegar til staðar er hægt að skoða nýlega könnun á kynlífsvenjum Ástrala sem greint er frá á vef Men's Health

Það er alls ekki svo flestir stundi kynlíf á hverjum degi. Raunveruleikinn er sá að aðeins átta prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni stunduðu kynlíf flesta daga og einungis 19 prósent stunduðu kynlíf einu sinni í viku. 

Pör eyddu að meðaltali 11 mínútum í forleik en ástaratlotin tóku að meðaltali 12,2 mínútur. 

Innan við 20 prósent fólks stundaði kynlíf einu sinni í viku en mögulega hefðu fleiri stundað kynlíf jafnoft ef hinn aðilinn hefði tekið fyrsta skrefið. Í ljós kom að 58 prósent fólks óskaði þess að maki þeirra tæki oftar fyrsta skrefið þegar kæmi að kynlífi. 

Ýmislegt annað kom í ljós eins og að fólk vill ekki bara finna fyrir aðdáun í rúminu heldur vill það líka hlæja í rúminu. 

Það er ekki endilega að gott að miða sig við …
Það er ekki endilega að gott að miða sig við aðra, ekki heldur þegar kemur að kynlífi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Richard Þorlákur Úlfarsson: Nei
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda