Giftu sig á Bókasafni Kópavogs

Ragnheiður Ásta Karlsdóttir og Viktor Alex Brynjarsson gengu í hjónaband …
Ragnheiður Ásta Karlsdóttir og Viktor Alex Brynjarsson gengu í hjónaband á óvenjulegum stað. Ljósmynd/Aðsend

Bókasafn Kópavogs er orðið þekkt fyrir að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá en gestir safnsins urðu vitni að einhverju algjörlega nýju þegar þeir heimsóttu bókasafnið um helgina. Á laugardaginn fór fram brúðkaup á 1. hæð bókasafnsins. 

Þau Ragnheiður Ásta Karlsdóttir og Viktor Alex Brynjarsson létu pússa sig saman á safninu og voru 130 gestir viðstaddir. Helga Einarsdóttir, athafnastjóri hjá Siðmennt, gaf brúðhjónin saman en hún er einnig starfsmaður bókasafnsins. Brúðhjónin eru bæði tölvunarfræðingar og voru mikið á safninu þegar þau voru yngri. Það má því segja að þau hafi verið að gifta sig í musteri upplýsinganna sem er í takt við það sem þau bæði starfa við í dag.

Þetta er í fyrsta skiptið sem óskað hefur verið eftir því að fá að gifta sig á bókasafninu. Fannst Lísu Zachrison Valdimarsdóttur, forstöðumanni Bókasafns Kópavogs, ekkert nema sjálfsagt mál að láta draum brúðhjónanna verða að veruleika. 

Hér má sjá Ragnheiði Ástu ganga bókasafnsganginn.
Hér má sjá Ragnheiði Ástu ganga bókasafnsganginn. Ljósmynd/Aðsend
Helga Einarsdóttir gifti hjónin.
Helga Einarsdóttir gifti hjónin. Ljósmynd/Aðsend
Tónlist ómaði um bókasafnið í athöfninni.
Tónlist ómaði um bókasafnið í athöfninni. Ljósmynd/Aðsend
130 gestir mætti í brúðkaupið.
130 gestir mætti í brúðkaupið. Ljósmynd/Aðsend
Gestir brúðkaupsins.
Gestir brúðkaupsins. Ljósmynd/Aðsend
Ragnheiður Ásta Karlsdóttir og Viktor Alex Brynjarsson gengu út sem …
Ragnheiður Ásta Karlsdóttir og Viktor Alex Brynjarsson gengu út sem hjón. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda