Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem veltir fyrir sér hvað hann megi gefa erfingjum sínum mikið fyrir andlát sitt.
Sæll,
hversu mikið af eigum sínum má maður gefa erfingjum sínum fyrir andlát sitt ef engin formleg erfðaskrá er gerð. Maðurinn er ekki í hjónabandi en á börn og barnabörn?
Kveðja, G
Sæll G.
Almennt er mönnum frjálst að ráðstafa eignum sínum með lífsgjöfum þó svo að með þeim hætti rýri maður efni sín allmjög og þar með skert verulega þau verðmæti sem ganga munu í arf eftir hann. Lífsgjafir halda almennt gildi sínu gagnvart erfingjum þótt ekki sé mælt fyrir um þær í formi erfðaskrár og án tillits til þess hvort tilteknir erfingjar leggjast gegn þeim eða ekki. Tilvonandi erfingjar verða því að jafnaði að sætta sig við slíka gerninga sem gerðir eru í lifandi lífi.
Kær kveðja,
Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR.