Fólk haldi sig við sína reglubundnu bólfélaga

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir með því að fólk haldi sig …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir með því að fólk haldi sig við sína reglubundnu bólfélaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­læk­irn­ir mæl­ir með því að fólk haldi sig við sína reglu­bundnu ból­fé­laga á næstu miss­er­um. Svarið gaf Þórólf­ur við spurn­ingu Björns Inga Hrafns­son­ar blaðamanns á blaðamanna­fund­in­um nú klukk­an 14, þegar Björn Ingi spurði hvort sótt­varna­lækn­ir mælti með því að ein­hleyp­ir fyndu sér ból­fé­laga.

Dönsk stjórn­völd hafa hvatt lands­menn til að vera dug­leg­ir að stunda heima­leik­fimi til að stytta sér stund­ir. Þá hafa hol­lensk stjórn­völd gefið út þau til­mæli til ein­hleyps fólks í ástar­leit á veiru­tím­um að finna sér reglu­leg­an ból­fé­laga til að forðast ein­mana­leika. 

Björn Ingi spurði hvort þeir Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn og Þórólf­ur hefðu íhugað ein­hver sams kon­ar til­mæli og hafa verið gef­in út í Dan­mörku og Hollandi.

Víðir var fljót­ur að segja nei en Þórólf­ur gaf grein­argóð svör.

„Ég held að menn eigi bara að halda sig við sína reglu­bundnu ból­fé­laga. Við erum það hepp­in að við höf­um ekki þurft að loka fólk inni. Fólk hef­ur getað farið út og stundað sína leik­fimi í guðsgrænni nátt­úr­unni,“ sagði Þórólf­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda