Karlmenn eru gjarnir á að sofna skömmu eftir að hafa lokið sér af í kynlífi. Vísindin segja svefnlöngun strax eftir kynlíf vera tilkomna vegna hormóna sem losna úr læðingi við fullnægingu.
Melinda Wenner, vísindablaðamaður á vefmiðlinum Scienceline, segir ástæðurnar fyrir þessu þó geta verið tvíþættar. Fyrri ástæðan er talin nokkuð augljós. Yfirleitt fara kynlífsathafnir fram uppi í rúmi og þar með á líkaminn það til að tengja athafnirnar við svefn. Þá er tilhneiging flestra para einnig sú að stunda oftast kynlíf annað hvort að kvöldi til eða jafnvel á morgnana. Á þessum tíma dags er okkur eðlislegt að vera þreyttari en yfir miðjan daginn, sér í lagi þegar farið er að rökkva eða ljósin í svefnherberginu eru slökkt.
Hins vegar vill Wenner meina að megin ástæðan fyrir aukinni svefnlöngun karlmanna strax eftir samfarir sé vegna efnaskipta sem verða í líkamanum við fjörið. Við samfarir losnar um mikið magn af hormónum sem gerir það að verkum að það slaknar á dópamín framleiðslu í heilanum. Þegar þetta á sér stað hægir á sambærilegum taugaboðefnum sem verða þess valdandi að þreyta gerir vart við sig. Fréttamiðillinn Daily Star greindi frá.
Boðefni á borð við noradrenalín, serótónín, oxýtósín og prólaktín eru talin vera þau efni sem valda þessu frekar en líkamsklukkan og önnur umhverfisáhrif. Prólaktín er hamingjuefnið veitir karlmönnum ánægju tilfinningu sem orsakast við fullnægingu og gerir það að verkum að þeir séu til í tuskið aftur. Samkvæmt Wenner losar líkaminn nefnilega um fjórfalt meira prólaktín magn eftir fullnægingu í kynlífi með maka heldur en við sjálfsfróunarfullnægingu.