Finnst munnmök ógeðsleg

Konan hefur aldrei notið munnmaka.
Konan hefur aldrei notið munnmaka. Ljósmynd/Unsplash

Nýlega fráskilin kona hefur aldrei notið þess þegar karlmenn veita henni munnmök. Eftir 40 ára hjónaband hefur hún stundað kynlíf með nýjum bólfélögum sem hafa viljað veita henni munnmök, en hana langar ekkert sérstaklega til að þiggja boðið. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian, Pamelu Stephenson Connolly. 

„Ég naut þess aldrei þegar eiginmaður minn vildi veita mér munnmök. Hann var minn eini bólfélagi í 40 ár og núna eftir skilnaðinn hef ég sofið hjá tveimur karlmönnum. Báðir vildu veita mér munnmök. Mér hefur aldrei fundist þetta eitthvað þægilegt. Er það bara ég? Mér líður aldrei eins og ég sé nógu hrein, eða hef áhyggjur af lyktinni. Vinkonur mínar segja að þetta sé geggjað, og mig langar í besta mögulega kynlífið með nýjum félögum, en ég hef áhyggjur af því að það sé eitthvað að mér.“

„Það eru engin lög sem kveða á um að manni þurfi að finnast eitthvað gott. Þú þarft ekki að samþykkja eitthvað kynferðislegt bara af því vinkonur þínar njóta þess, eða af því það er gert vinsælt í kvikmyndum. Einbeittu þér að því semþér finnst gott, kenndu félögum þínum um hvað þér finnnst gott og nákvæmlega hvernig. Flestir karlmenn heillast af því þegar bólfélagi þeirra nýtur sín í botn, deildu ástríðu þinni á einlægan hátt. Það má ekki eyðileggja kynlíf með leikriti, það er of mikilvægt. Þú átt betra skilið en kynlíf sem er litað af vonbrigðum,“ segir Stephenson Connolly.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda