Kona sem hefur verið gift í áratug glímir við erfitt vandamál. Eiginmaður hennar er með of stóran getnaðarlim og rifnar hún í hvert skipti sem þau stunda kynlíf. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian, Pamelu Stephenson Connolly.
„Maðurinn minn er með stórt typpi og í hvert skipti sem við stundum kynlíf rifnar píkan mín. Við notum sílikon sleipiefni (því vatnssleipiefni þornar of fljótt) og forðumst ákveðnar stellingar, en það virkar ekkert. Það eru einu ráðin sem ég hef fundið á netinu, og mér finnst of vandræðalegt að ræða þetta við heimilislækninn minn.
Ég hef bara lent í þessum vandræðum með eiginmanni mínum, ekki fyrri bólfélögum. Er eitthvað sem við getum gert til að forðast þessi meiðsli? Við erum farin að stunda kynlíf mun sjaldnar og ég verð stressuð að byrja á einhverju. Eiginmaðurinn minn er mjög skilningsríkur og góður, og við stundum munnmök og fróum hvort öðru, en ég sakna þeirra nándar sem felst í hinu. Við erum búin að vera í saman í næstum tíu ár og þetta versnar bara.“
Þið skulið hætta að stunda kynlíf þar sem getnaðarlimurinn fer inn í píkuna, þar til þið getið lagað þetta vandamál. Rifurnar og verkirnir munu örugglega versna. Þú ert líklega nú þegar komin með vaginismus, sem er ástand þar sem píkan getur ekki opnað sig og blotnað fyrir kynlíf, af því fyrri sársauki hefur valdið ósjálfráðu viðbragði. Það er ýmislegt sem þið getið gert til að gera kynlíf aftur þægilegt og gott fyrir þig.
Fyrst af öllu er að fá hjálp, og að láta það ekki stoppa þig þó þér finnist vandræðalegt að ræða um stærð getnaðarlimsins. Þú ert ekki ein, fjöldi para glímir við nákvæmlega sama vandamál og leita sér ekki hjálpar. Þú gætir þurft að fara í meðferð vegna vaginismus, eða taka námskeið í að laga það sjálf. Góður kynlífsráðgjafi getur hjálpað þér með það. Það mikilvægasta er að þú stundir ekki kynlíf fyrr en þú ert tilbúin, viljug, og full af sjálfstrausti um að það verði þægilegt,“ skrifar Stephenson Connolly.