Sumir karlmenn hræðast það að endast ekki nógu lengi í kynlífi. Snemmbúið sáðlát er algengt á meðal karlmanna en sagt er að einn af hverjum þremur karlmönnum á aldrinum 18-59 ára eigi við slíkt. Það getur reynst mörgum karlmönnum erfitt að halda getnaðarlimum sínum stinnum út kynlífsathöfnina og sumir ná honum sjaldan í fulla reisn.
Það sem margir karlmenn gera sér oft ekki grein fyrir er að kynlífsrútínan getur skipt sköpum hvað vandamálið varðar. Forleikur og stellingar geta skipt höfuð málið þegar karlmenn einblína á að reyna að endast lengur í rúminu.
Sambands- og kynlífsráðgjafinn Dr. Laura Berman mælir með að pör leiki sér með nokkrar ákveðnar stellingar til að bæta kynlífið og auka endinguna. Kynlífsstellingarnar verða hér með listaðar upp.
Kúrekastelpan
Að konan sitji ofan á karlinum getur hjálpað til við að lengja endingu kynlífsins. Þá hefur konan meiri stjórn á takti og hraða. Þar með fær karlmaðurinn smá pásu og getur notið útsýnisins á meðan.
Skeiðin
Þessi stelling er í senn afslöppuð og örvandi. Skeiðin er góð stelling til að lengja athöfnina og njóta hennar. Parið liggur á sömu hlið og karlmaðurinn setur liminn inn í leggöngin að aftan verðu. Oft verður þessi stelling ekki langlíf í kynlífsathöfnum en hún örvar vel og framkvæmir oft g-blettsfullnægingar.
Kjöltustaðan
Sumum þykir þessi stelling erfið en þetta er frábært krydd í kynlífið og eykur á nándina. Karlmaðurinn situr á gólfi eða í rúmi og konan sest ofan á hann með fætur sínar kræktar utan um hann. Þétta faðmlagið eykur neistann.
Hálfur trúboði
Trúboðastellingin klikkar aldrei. Líkt og nafngiftin gefur til kynna er hálfur trúboði þannig að karlmaðurinn liggur ofan á konunni en setur ekki getnaðarlim sinn inn í leggöng hennar. Parið hreyfir sig á ákveðinn hátt og báðir aðilar hafa unun að.
Lati hundurinn
Öfugt við trúboðann liggja báðir aðilar á maganum þar sem karlmaðurinn liggur með magann ofan á baki konunnar. Þessi stelling er góður lokahnykkur í kynlífinu þar sem aukin dýpt á það til að nást þar sem karlmaðurinn fær að stjórna hraðanum út frá þunga sínum.