Hrúturinn: Leyfðu ástinni að hrífa þig og slakaðu á

Elsku Hrúturinn minn,

þú hefur lifað einstöku lífi og lent í sögulegum ævintýrum sem hafa breytt lífsstefnu þinni. Vinum þínum þykir stundum ótrúlegt hvað þú getur verið heppinn og það er smá öfundssýki á reiki í kringum þig. Það hlýtur að þýða að þú sért að gera eitthvað rétt og þú þarft enga hjálp til að flétta það saman sem þú vilt og ef þú stólar á aðra þá verðurðu fyrir svo miklum vonbrigðum.

Harkaðu það bara af þér þó að það komi tímabil sem bíta í þig, því að þegar þú æfir þig í þessu þá muntu ekki finna fyrir neinum árásum vegna þess að það mun ekki skipta þig máli hvað öðrum finnst. Þótt að þú sért þessi leitandi persóna sem getur verið ósáttur við að festa þig of lengi á ákveðnum stað, þá gerir það þig bara athyglisverðari fyrir vikið. Það dásamlega við þig er að þú átt eftir að leyfa þér að skipta oft um skoðun, en núna ertu staddur þar sem þér finnst ekki nógu mikið vera að gerast. Það er mjög algengt að sumarið fari dálítið í taugarnar á þér. Þetta er vegna þess að það er ekki nógu mikil röð og regla á hlutunum og þú hefur það líka á tilfinningunni þú vitir ekki alveg hvar þú vilt vera eða hvað þú vilt gera. 

Ríkjandi plánetur þínar eru Mars og Úranus sem hafa líka mikil áhrif, en þær eru tákn breytinga, sjálfstæðis og frelsis. Himintunglin verða þér sérstaklega hagstæð þegar líða tekur á þetta blessaða sumar og stefnufesta þín og ákveðni munu virka miklu betur en þú bjóst við, en þú verður að hafa pínulitla þolinmæði áður en sú birtingarmynd kemur. Þú sem ert á lausu átt það til að þora ekki að fara í samband og að hlaupa í burtu þegar ástin og tækifærin eru í kringum þig. Leyfðu ástinni að hrífa þig og slakaðu á.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál