„Held að hún sé að halda framhjá mér“

Ljósmynd/pexels/RamanOdintsov

Fer­tug­ur maður leit­ar ráða hjá sér­fræðingi The Sun. Hann held­ur að kon­an hans sé að halda fram hjá en hún hef­ur verið ann­ars hug­ar og leyni­leg í hegðun upp á síðkastið. 

„Ég stundaði kyn­líf með kon­unni minni í gær en til­finn­ing­in og upp­lif­un­in var öðru­vísi en vana­lega. Ég er viss um að hún sé að halda fram­hjá mér. Hún vildi ekki horfa í aug­un á mér og hana langaði ekki í neinn for­leik. Við erum í fríi eins og er og erum með börn­un­um okk­ar á Krít. Það voru samt komn­ir brest­ir á milli okk­ar áður en við fór­um út. Kon­an mín vinn­ur mikið og fer oft út með sam­star­fólki sínu eft­ir vinn­unna. Ég vinn heima og er meira með krakk­ana. 

Kyn­lífið okk­ar hef­ur vana­lega verið mjög gott og hún alltaf til í hvað sem er. Núna vill hún alltaf fara að djamma á laug­ar­dags­kvöld­um en það voru áður okk­ar kvöld til að gera eitt­hvað sam­an. Mér finnst hún vera að fela sím­ann sinn og hún er búin að setja lyk­il­orð á hann. Ég hef stund­um vaknað á nótt­inni þá er hún að senda ein­hverj­um skila­boð und­ir sæng­inni en hún seg­ir alltaf að þetta sé vinnu­tengt vanda­mál. Í gær­kvöldi vaknaði ég og hún var ekki í rúm­inu ég hringdi í hana og hún sagðist vera á strönd­inni að fá sér frískt loft. 

Hún var utan við sig þegar hún kom til baka og virt­ist ekki vera til í kyn­líf þegar ég byrjaði að kyssa hana, en hún lét und­an. Það var öðru­vísi og mér fannst eins og henni liði illa lík­am­lega, eins og hún vildi að þetta myndi bara klár­ast sem fyrst. Mér fannst líka eins og kyn­fær­in okk­ar hafi ekki passað eins sam­an og áður og eins og að hún væri laus­ari. Hvað er í gangi er hún að halda fram­hjá mér?“

Svar ráðgjaf­ans

„Kyn­líf, hvort sem það sé í hjóna­bandi eða utan hjóna­bands, breyt­ir því ekki hvernig kyn­fær­in á konu eru. Þó að kona þín væri að halda fram­hjá myndi það ekki breyta á henni kyn­fær­un­um, kyn­lífið ykk­ar ætti að vera eins þrátt fyr­ir það.

Þú hef­ur grun um að hún sé að vera þér ótrú og þar af leiðandi ertu að lesa í allt sem hún ger­ir. Segðu henni að þér finn­ist óþægi­legt að hún sé að fela sím­ann sinn og að þér finn­ist hún vera setja vinn­unna í of mik­inn for­gang. Þú get­ur líka sagt henni að þú sakn­ir þess að vera náin henni bæði and­lega og lík­am­lega og þá sérðu hvað hún seg­ir. Þú gæt­ir þá líka fengið að vita hvort hún sé búin að vera leita eitt­hvað annað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda