„Held að hún sé að halda framhjá mér“

Ljósmynd/pexels/RamanOdintsov

Fertugur maður leitar ráða hjá sérfræðingi The Sun. Hann heldur að konan hans sé að halda fram hjá en hún hefur verið annars hugar og leynileg í hegðun upp á síðkastið. 

„Ég stundaði kynlíf með konunni minni í gær en tilfinningin og upplifunin var öðruvísi en vanalega. Ég er viss um að hún sé að halda framhjá mér. Hún vildi ekki horfa í augun á mér og hana langaði ekki í neinn forleik. Við erum í fríi eins og er og erum með börnunum okkar á Krít. Það voru samt komnir brestir á milli okkar áður en við fórum út. Konan mín vinnur mikið og fer oft út með samstarfólki sínu eftir vinnunna. Ég vinn heima og er meira með krakkana. 

Kynlífið okkar hefur vanalega verið mjög gott og hún alltaf til í hvað sem er. Núna vill hún alltaf fara að djamma á laugardagskvöldum en það voru áður okkar kvöld til að gera eitthvað saman. Mér finnst hún vera að fela símann sinn og hún er búin að setja lykilorð á hann. Ég hef stundum vaknað á nóttinni þá er hún að senda einhverjum skilaboð undir sænginni en hún segir alltaf að þetta sé vinnutengt vandamál. Í gærkvöldi vaknaði ég og hún var ekki í rúminu ég hringdi í hana og hún sagðist vera á ströndinni að fá sér frískt loft. 

Hún var utan við sig þegar hún kom til baka og virtist ekki vera til í kynlíf þegar ég byrjaði að kyssa hana, en hún lét undan. Það var öðruvísi og mér fannst eins og henni liði illa líkamlega, eins og hún vildi að þetta myndi bara klárast sem fyrst. Mér fannst líka eins og kynfærin okkar hafi ekki passað eins saman og áður og eins og að hún væri lausari. Hvað er í gangi er hún að halda framhjá mér?“

Svar ráðgjafans

„Kynlíf, hvort sem það sé í hjónabandi eða utan hjónabands, breytir því ekki hvernig kynfærin á konu eru. Þó að kona þín væri að halda framhjá myndi það ekki breyta á henni kynfærunum, kynlífið ykkar ætti að vera eins þrátt fyrir það.

Þú hefur grun um að hún sé að vera þér ótrú og þar af leiðandi ertu að lesa í allt sem hún gerir. Segðu henni að þér finnist óþægilegt að hún sé að fela símann sinn og að þér finnist hún vera setja vinnunna í of mikinn forgang. Þú getur líka sagt henni að þú saknir þess að vera náin henni bæði andlega og líkamlega og þá sérðu hvað hún segir. Þú gætir þá líka fengið að vita hvort hún sé búin að vera leita eitthvað annað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda