„Það eru ekkert endilega rauð flögg í byrjun“

Ásdís Rán Gunnarsdóttir stýrir hlaðvarpinu Krassandi konur.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir stýrir hlaðvarpinu Krassandi konur.

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi er gestur Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur í hlaðvarpinu Krassandi. Þær ræða til dæmis sjálfsdýrkendur (narsissista) og hvaða áhrif það hefur að vera í ástarsambandi við slíkan einstakling. 

„Það eru ekkert endilega rauð flögg í byrjun, þetta eru yfirleitt sjarmerandi einstaklingar sem heilla þig upp úr skónum og eru rosa klárir. Þeir sýna ekkert endilega einhverja athugaverða framkomu nema það að þeir geta verið sérstaklega heillandi. Narsissistar sýna oftast ekki sitt rétta andlit fyrr en þeir eru orðnir öruggir með að hafa náð þér á sitt vald og þá byrjar ballið. Þeir geta verið mjög klókir og kunna að gera aðstæðurnar þannig að það er erfitt að sleppa úr þeim. Það er erfitt að segja hvernig eigi að forðast þessa einstaklinga en það sem ég segi alltaf við mína er: Hlustaðu á hjartað þitt. Við fáum alltaf þessa magatilfinningu. Það er eitthvað bogið við þetta eða það er ekki allt eins og það á að vera. Hún er yfirleitt rétt en við hendum því í burtu því hann er svo sjarmerandi. En allavega getur þú vitað það ef þú ert farin að tipla á tánum, ef þér líður illa og þú ert kvíðin, ert farin að fá jafnvel líkamleg einkenni eða ert orðin óörugg með hvað þú ætlar að segja, hvort þú megir segja það, hvort þú megir umgangast vini þína, hvort þú megir fá pening fyrir nauðsynjum og svo framvegis þá getur þú verið viss um það að þú ert í óheilbrigðu sambandi,“ segir Linda. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál