Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox hefur verið að skrifa bækur um kynlíf í yfir 20 ár. Í nýlegum pistli fór hún yfir algengar mýtur um kynlíf sem rannsóknir hafa sýnt að eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.
„Það eru engar sannanir til fyrir mörgu af því sem við héldum að við vissum um kynlíf. Við gerum ráð fyrir að þessar fullyrðingar séu staðreyndir einfaldlega vegna þess að við höfum séð eða heyrt þær svo oft,“ útskýrði hún á Daily Mail.
Meðallengd getnaðarlims er ...
„Enginn veit í raun hver meðalstærð getnaðarlims er,“ segir Cox og bætir við að tölfræðin sem gefin sé upp sé ekkert annað en ágiskun. „Það er engin rannsókn sem sannar meðallengd getnaðarlia og það er mjög ólíklegt að það verði nokkurn tímann.“
Hún segir ástæðuna einfalda – að fáir karlmenn myndu vilja láta mæla getnaðarlim sinn sérstaklega hjá lækni. Nánast allar rannsóknir sem gerðar hafa verið byggja á sjálfsmælingu sem er afar óáreiðanleg.
Sjálfsfróun er slæm fyrir þig
„Það er ekki einungis ótrúlega gott fyrir þig og dregur úr spennu, bætir ónæmiskerfið og fregur úr tíðaverkjum, heldur eykur það verulega líkurnar á því að kona upplifi fullnægingu,“ segir Cox.
Að borða ostrur eykur kynhvötina
„Ostrur líkjast svolítið kvenkyns kynfærum, en fyrir utan það eru engar vísbendingar sem benda til þess að þær auki kynhvöt. Ostrur innihalda sink, sem er nauðsinlegt til að framleiða heilbrigt sæði, en það er ekki töfraefni sem eykur kynhvöt,“ útskýrir Cox.
Kynlíf hefur áhrif á frammistöðu íþróttafólks
„Í mörg ár hafa íþróttaþjálfarar fremsta íþróttafólksins bannað þeim að stunda kynlíf af ótta við að frammistaða þeirra yrði verri. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að það að stunda kynlíf daginn fyrir mót hafi engin áhrif á frammistöðu,“ segir hún.
Karlmenn hugsa um kynlíf á 7 sekúndna fresti
„Það er 500 sinnum á klukkustund og meira en 8 þúsund sinnum á þeim 16 klukkustundum sem flestir karlmenn eru vakandi,“ útskýrir Cox og bendir á að rannsóknir sýni að 54% karlmanna segist hugsa um kynlíf nokkrum sinnum á dag, 43% nokkrum sinnum í viku eða á mánuði og 4% minna en einu sinni í mánuði.