Óhófleg notkun snjalltækja ógnar fjölskyldusamböndum

Theodór Francis Birgisson er klinískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur. Hann starfar …
Theodór Francis Birgisson er klinískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur. Hann starfar sem ráðgjafi hjá Lausninni.

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni skrifar um mikilvægi þess að fjölskyldan verji tíma saman án snjalltækja. Hann varpar ljósi á hvað rannsóknir segja um bæði skammtíma- og langtíma afleiðingar óhóflegrar skjánotkunar á fjölskyldur og einstaklinga.

Eitt af því sem við sem vinnum með pörum og fjölskyldum sjáum ítrekað er að þrátt fyrir að við séum betur tengd alls konar snjalltækjum en nokkurn tíman í sögu mannkyns þýðir það alls ekki að allar fjölskyldur sé þar með betur tengdar.

Það að verja gæðatíma saman sem fjölskylda án afskipta snjalltækja er nauðsynlegt til að hlúa að heilbrigðum þroskuðum samskiptum og dýpka tengsl milli fjölskyldumeðlima. Í nútíma samfélagi eru  snjalltæki orðin alls staðar og hafa mikil og síaukin áhrif á daglegt líf okkar, þar á meðal hvernig fjölskyldur eiga samskipti og verja tíma saman.

Snjalltækin eru sannarlega snjöll og ekki væri ég til í að vera án þeirra, en þau flytja okkur ekki bara góð tíðindi og tímasparnað. Þau geta líka valdið umtalsverðum skaða á tengsl innan fjölskyldna og á persónulegan þroska hvers og eins.

Rannsóknir sína að óhófleg notkun snjalltækja ógnar talsvert fjölskyldusamböndum og persónulegs þroska. Undanfarin ár hefur þetta fyrirbæri verið mjög mikið rannsakað og niðurstöðurnar sýna án nokkurs vafa skaðleg áhrif þess að treysta um of á snjalltæki. Í þessari grein langar mig að fjalla um mikilvægi þess að fjölskyldan verji tíma saman án snjalltækja og varpa ljósi á hvað rannsóknir segja okkur um bæði skammtíma- og langtíma afleiðingar óhóflegrar skjánotkunar á fjölskyldur og einstaklinga.

Eins og áður sagði hafa snjalltæki rutt sér til rúms víða um heim. Þegar ég var ungur maður man ég hvað okkur þótti tæknin orðin öflug þegar við gátum tengt tvær heimilistölvur saman í gegnum kapal og gátum sent skrifleg skilaboð á milli hæða í húsi. Í dag ganga menn með armbandsúr sem er bæði dagbók, heilsufarsmælir, miðstöð afþreyingar og samskipta viðkomandi við allt og alla. Já og sýna líka hvað klukkan er eins og gamla góða armbandsúrið mitt sem ég get reyndar ekki notað sem síma né horft á fréttir með.

Neikvæða birtingarmynd snjalltækja er að þau hafa  breytt hefðbundnum gangverki fjölskyldunnar, sem oft hefur leitt til minni samskipta augliti til auglitis. Fjölskyldumeðlimir geta fundið sig líkamlega til staðar en tilfinningalega eru þeir engu að síður fjarlægir, niðursokknir í sinn eigin stafræna veruleika. Þetta á jafnt við um alla aldurshópa fjölskyldunnar.

Fjölmargar rannsóknir hafa varpað ljósi á neikvæðar afleiðingar óhóflegrar snjalltækja notkunar á fjölskylduna. Dr. Sarah M. Coyne, prófessor við Brigham Young University í Englandi, er ein þeirra sem í mörg ár hefur fylgst með áhrifum snjalltækja á fjölskyldur. Rannsóknir hennar hafa leitt í ljós að lengri skjátími meðal unglinga tengist auknum átökum milli foreldra og barna og minni fjölskylduánægju. Þá veldur stöðug truflun snjalltækja á fjölskyldutíma því að þroskandi samskipti og tengsl verða minni og slitróttari, ásamt því að slík truflun rýrir grunninn að heilbrigðum fjölskyldusamböndum.

Annar mjög virtur fræðimaður, dr. Andrew K. Przybylski prófessor við Oxford Háskóla,  hefur einnig rannsakað áhrif snjalltækja á fjölskyldutengsl. Niðurstöður hans eru að ofnotkun snjalltækja munu til skamms tíma trufla og um leið hindra verulega mannleg samskipti innan fjölskyldunnar. Stöðug þörf til að athuga tilkynningar frá samfélagsmiðlum eða bara þörfin á að vafra um samfélagsmiðla á samverustundum fjölskyldunnar, eins og til dæmis við matarborðið, dregur úr raunverulegum tengslum og þátttöku einstaklinga í fjölskyldunni.

Rannsóknir hans  benda til þess að jafnvel aðeins nærvera snjallsíma í augliti til auglitis samskiptum geti dregið úr gæðum samtala og mannlegra tengsla. Enn fremur leiðir óhóflegur skjátími oft til að athygli einstaklinga truflast, sem gerir fjölskyldumeðlimum erfiðara fyrir að taka fullan þátt í athöfnum eða samtölum fjölskyldunnar. Rofin athygli dregur úr gæðum sameiginlegrar reynslu og kemur í veg fyrir tækifæri til fjölskyldutengsla. Tilfinning tengslaleysis getur alið á einmanaleika og einangrun meðal fjölskyldumeðlima þrátt fyrir að fjölskyldan sé á sama stað á sama tíma.

Afleiðingar of mikillar notkunar snjalltækja eru ekki bara mældar til skemmri tíma. Rannsóknir bæði Przybylski og Coyna sína að óhófleg notkun skjáa og snjalltækja hefur langvarandi og djúpstæð áhrif á þroska einstaklingsins. Til lengri tíma getur of mikil skjánotkun þannig hindrað vitsmunalegan og félags- og tilfinninga þroska hjá börnum og unglingum. Rannsóknir benda til þess að óhóflegur skjátími tengist seinkun á máltöku, minnkaðri samkennd og auknum kvíða og þunglyndi meðal ungra einstaklinga. Þar að auki dregur traust á skjái til skemmtunar og félagslegra samskipta úr tækifærum til raunverulegrar reynslu og þroska í samskiptahæfni einstaklinga.

Börn og unglingar sem eyða miklum tíma í snjalltækjum geta átt í erfiðleikum með að fóta sig í mannlegum samböndum og að takast á við tilfinningar á uppbyggjandi hátt. Þetta stafræna ósjálfstæði getur því hindrað getu barna til að þróa með sér seiglu og aðlögunarhæfni sem er skamkvæmt Przybylski nauðsynlegir eiginleikar til að ná árangri á ýmsum sviðum lífsins. Þá benda rannsóknir Coyna á að algengi snjalltækja geti aukið átök innan fjölskyldunnar og hindrað eðlilegt flæði samskipta. Oftraust á stafrænum samskiptaaðferðum getur þannig hindrað þróun á færni til að leysa ágreining og stofnað fjölskyldusamheldni í hættu. Coyna bendir þannig á að þegar um er að ræða langvarandi ofnotkun á starfrænum miðlum getur það stuðlað að lélegri geðheilsu og þvinguðum samböndum á fullorðinsárum. Í þessu samhengi má alls ekki gleyma að það erum við foreldrarnir sem berum höfuðábyrgð á því að uppfræða og leiðbeina börnunum okkar varðandi eðlilega og heilbrigða notkun snjalltækja.

Um leið og framboð af stafrænum samskiptum innan fjölskyldueininga getur verið jákvæð á ýmsan hátt leysir sá samskiptamáti alls ekki hefðbundin persónuleg samskipti  af hólmi. Það er því afar nauðsynlegt að taka sér tíma til að vera saman án snjalltækja eða aðkomu nokkurra skjáa. Þegar við eigum samskipti og notum tíma með fólkinu okkar án þess að nota  snjalltæki búum við til tækifæri til raunverulegra tenginga sem ala af sér heilbrigð samskipti og samheldni fjölskyldna. Þannig býðst tækifæri fyrir fjölskyldur til að upplifa sameiginlega reynslu og persónulega tengingu sem er ómetanleg. Rannsóknir Coyna benda jafnframt til þess að fjölskyldutími án snjalltækja tengist meiri samheldni fjölskyldunnar, eykur ánægju og tilfinningalegri vellíðan fjölskyldumeðlima. Athafnir eins og borðspil, sameiginleg útivist eða einfaldlega að deila máltíðum án stafrænna truflana geta skapað varanlegar minningar og skapað tilfinningu þess að tilheyra fjölskyldueiningunni. Enn fremur veita slíkar stundir frábært tækifæri fyrir foreldra til að vera jákvæðar fyrirmyndir sem sýnir gildi nærveru og virkrar þátttöku í samböndum.

Að þessu öllu sögðu má ekki gleyma að samvera fjölskyldu án snjalltækja og skjáa gegnir  lykilhlutverki í að móta langtíma þroska einstaklingsins. Með því að forgangsraða samskipti augliti til auglitis fram yfir stafrænar truflanir rækta fjölskyldur nauðsynlega félags- og tilfinningalega færni hjá börnum, þar á meðal samkennd, samskipti og lausn átaka. Þessi færni leggur grunninn að heilbrigðum samböndum og seiglu á fullorðinsárum. Þar að auki eflir skjálaus tími fjölskyldunnar sköpunargáfu, ímyndunarafl og gagnrýna hugsun hjá börnum og veitir tækifæri til óskipulagðs leiks og könnunar. Með því að stíga frá skjám taka börn þátt í athöfnum sem örva forvitni þeirra og hvetja þau til að þróa hæfileika til að leysa vandamál sjálfstætt. Þessi reynsla stuðlar að heildrænni þróun og leggur grunn að símenntun og aðlögunarhæfni einstaklingsins.

Í samtölum mínum við pör heyri ég oft að fólk virðist ekki vera alveg klárt á því hvað er hægt að gera ef ekki eru snjalltæki í gangi. Hér eru nokkrar hagnýtar aðferðir til að hlúa að skjálausum augnablikum innan fjölskyldunnar og eiga það allar sameiginlegt að kosta ekki krónu:

  • Skilgreindu ákveðin svæði á heimilinu, eins og borðstofu eða stofu, þar sem snjalltæki eru ekki leyfð á afmörkuðum fjölskyldutímum.
  • Settu skjátímamörk: Innleiddu mörk í kringum skjátíma fyrir bæði börn og fullorðna og hvettu til annarra athafna sem stuðla að fjölskyldutengslum og samskiptum.
  • Skipuleggðu fjölskylduferðir eins og gönguferðir, lautarferðir eða heimsóknir í almenningsgarða í þinni heimabyggð þar sem skjáir og tæki eru skilin eftir heima.
  • Hvettu fjölskyldumeðlimi til að kanna skapandi áhugamál saman, svo sem myndlist, matreiðslu eða garðyrkju, efla samvinnu og tjáningu hvers og eins.
  • Gerðu matartíma fjölskyldunnar að tæknilausum tíma. Það hjálpar fjölskyldumeðlimum að tengjast yfir sameiginlegum máltíðum og taka þátt í innihaldsríkum samtölum hvert við annað.

Það er augljóst út frá þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið að áhrif snjalltækja á fjölskyldur eru mikil. Það er því mikilvægt að fjölskyldumeðlimir kunni að nýta sér þá tækni sem í boði er en að tæknin vinni ekki geng hagsmunum fjölskyldunnar. Ég vill því hvetja alla lesendur mína til að taka ákvörðun um að vera snjöll fjölskylda og leggja snjalltækin oftar til hliðar og sinna hvert öðru betur. Það væri verulega snjallt.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál