Fyrir viku síðan fylgdist heimsbyggðin með því þegar Vilhjálmur Bretaprins gekk að eiga unnustu sína Kate Middleton.
Í gær var hún komin aftur í sína hversdagslegu rútínu og fór út í búð að kaupa í matinn eins og ekkert hefði í skorist.
Hún klæddist hvítum V-hálsmálsbol, þröngum svörtum gallabuxum og var í ballerínuskóm við. Yfir allt saman var hún með mosagrænt prjónasjal.
Þrátt fyrir hversdagslegan fatnað fór það ekki framhjá neinum að Kate væri þarna á ferð. Hún geislaði af þokka og ekki skemmdu demantaeyrnalokkarnir heildarmyndina. Demantar passa náttúrlega svo ógurlega vel við allt, er það ekki?