Söngkonan Leoncie setti svip sinn á samfélagið meðan hún bjó á Íslandi. Hver man ekki eftir laginu Ást á pöbbnum svo naut mikilla vinsælda. Hún freistaði gæfunnar í þættinum X Factor í Bretlandi en komst ekki áfram. Árið 2004 fluttist hún frá Íslandi.
Nú hefur hún ákveðið að flytja aftur til Íslands og er planið að kaupa húsið af tengdaforeldrum sínum í Kópavogi.
„Ég bjó í þessu húsi fyrir 29 árum. Vonandi verður enginn á undan mér að kaupa það,“ segir hún.
Hún á góðar minningar úr húsinu og segir að tengdamamma hennar hafi sífellt verið að baka pönnukökur og tengdapabbi hennar hafi alltaf verið í bakaríinu.
Leoncie segist sakna fjölskyldunnar á Íslandi og segir að hús tengaforeldranna sé draumahúsið.
„Það er með stórum garði, með frábæru útsýni á fallegum stað.“