Barnsmóðir Schwarzenegger er í felum

Mildred Baena.
Mildred Baena. mbl.is/myspace

Mildred Baena, sem eignaðist son með Arnold Schwarzenegger árið 1997, er í felum. Hún hefur ekkert sést á heimili sínu í Bakersfield í Kaliforníu síðan upp um framhjáhaldið komst í síðustu viku. Heimildir herma að hún hafi ráðið stjörnulögfræðing í vinnu til að passa upp á sín mál.

Lögfræðingur hennar, Michael Saltz, segir að Mildred búi yfir miklum upplýsingum og hann ætli að passa upp á að það verði ekki farið illa með hana.

Ekki er vitað hvernig hún hefur efni á að ráða Saltz í vinnu en hún hlýtur að vera búin að reikna dæmið til enda.

Forsaga málsins er sú að Arnold Schwarzenegger, sem er 63 ára, og kona hans Maria Shriver, sem er 55 ára, tilkynntu skilnað 9. Maí síðastliðinn eftir 25 ára hjónaband.

Viku síðar kom í ljós að hann ætti barn utan hjónabands, með húshjálpinni til 20 ára. Auk þess hafa verið fleiri sögusagnir um fleiri framhjáhöld og hugsanlega fleiri börn.  Nú hefur Maria Shriver ráðið Lauru Wasser sem skilnaðarlögfræðing en hún hefur séð um mál Britney Spears og Angelinu Jolie. Hún ætlar því ekki að verða undir í baráttunni við vöðvatröllið.


Mildred Baena.
Mildred Baena. mbl.is/myspace
Mildred með soninn sem hún á með vöðvatröllinu.
Mildred með soninn sem hún á með vöðvatröllinu. mbl.is/myspace
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda