Það gera sér vonandi flestir grein fyrir því að flestar myndir sem birtast á öldum ljósvakans eru unnar í myndvinnsluforritinu Photoshop til að myndefnið líti sem allra best út. Hrukkur, appelsínuhúð og annað er samviskusamlega þurrkað út og útkoman er oftast nær ótrúleg - venjulegu fólki til mikillar armæðu.
Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem sýna myndir fyrir og eftir að þær voru teknar í gegn. Má þar sjá hvurs lags kraftaverkaforrit Photoshop er - og jafnframt að stjörnurnar eru jafn mannlegar og við hin.