Samantha Cameron, eiginkona David Cameron forsætisráðherra Bretlands, tekur því rólega þessa dagana á Ibiza ásamt fjölskyldunni. Einungis níu mánuðir eru síðan hún eignaðist dótturina Florence.
Hin fertuga forsætisráðherrafrú réði stjörnu-þjálfarann, Matt Roberts, sem kostar víst 30 þúsund krónur á klukkutímann. Hann þjálfar stjörnur á borð við Naomi Campell, Amöndu Holden, Tom Ford og Mel C.
Greinilegt að er að Samantha hefur heldur betur tekið á og segja þeir sem til þekkja að hún hafi aldrei litið betur út.