Katrín stórglæsileg á góðgerðasamkomu

mbl.isl/DailyMail

Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur Bretaprins og Katrín, voru einstaklega glæsileg á góðgerðasamkomu sem að haldin var í kvöld í Kensington höll. Tæplega 900 gestir voru þar samankomnir en miðaverðið var tæpar tvær milljónir króna á haus og var haldin til styrktar Ark sjóðnum eða Absolute Return for Kids. Á dagskránni er kvöldverður, síðan mun prinsinn ávarpa samkomuna og að lokum mun tónlistarmaðurinn Mark Ronson skemmta gestum.

Hertogaynjan þótti bera af í klæðaburði en hún var klædd í fölbleikan Jenny Packham kjól sem þótti í senn einstaklega klæðilegur og glæsilegur.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er ljóst að hin nýbökuðu hjón eru í óðaönn að aðlagast nýjum hlutverkum sínum, ekki síst Katrín, en þetta er fyrsta opinbera embættisskylda hennar sem hertogaynjan af Cambridge.

mbl.isl/DailyMail
mbl.isl/DailyMail
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda