Katrín mætti í gamalli kápu í afmælið

Vilhjálmur og Katrín sæl og glöð í afmælisveislu Filippusar.
Vilhjálmur og Katrín sæl og glöð í afmælisveislu Filippusar. Reuters

Katrín Middleton mætti í tveggja ára gamalli kápu í 90 ára afmæli Filippusar eiginmanns Englandsdrottningar. Kápan sem er blámunstruð leit þó ekki út fyrir að vera nokkurra ára gömul enda klassísk og glæsileg. 

Hún klæddist kápunni í brúðkaupi vinahjóna hennar og Vilhjálms árið 2009. Kápan er eins og sérsniðin á Katrínu og fór henni sérstaklega vel. Hatturinn var einnig viðeigandi, ekki of stór og glannalegur, heldur lögulegur.

Veislan var haldin í Buckinghamhöll á föstudaginn.  

Konunglega breska myntsláttan hefur gefið út sérstakan 5 punda pening í tilefni af afmælinu. Verður peningurinn sleginn í silfri og gulli og einnig nokkur eintök í platínu sem kosta 5450 pund hvert.  

Elísabet drottning varð 85 ára í apríl. Á næsta ári verða 60 ár frá því hún tók við völdum í Bretlandi. Þau Filippus giftu sig árið 1947. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda