„Jennifer Aniston stal manninum mínum.“

Jennifer Aniston og nýji kærastinn Justinn Theroux.
Jennifer Aniston og nýji kærastinn Justinn Theroux. mbl.is/samsett mynd

Það lítur út fyrir að Jennifer Aniston sé gengin út. Sá heppni heitir Justin Theroux og er 39 ára gamall leikari. Þau kynntust sl. haust við tökur á myndinni Wanderlust þar sem Jennifer fer með aðalhlutverkið.

Samkvæmt heimildum hélt Jennifer matarboð þann 27 maí sl. Þar sem hún kynnti Theroux fyrir sínum nánustu vinum, þeim Courtney Cox og Chelsea Handler. Hefur parið sést reglulega saman undanfarnar átta vikur og virðist ganga vel.

En það eru ekki allir sáttir, allra síst fyrrverandi kærasta Justins, búningahönnuðurinn Heidi Bivens en hún og Justin hafa verið saman í fjórtán ár. Flutti hún út úr íbúð þeirra um síðustu helgi, þrátt fyrir að hann hafi verið að hitta Jennifer mun lengur. Hún segist ósátt við parið og vandar Jennifer ekki kveðjurnar og setur hana í sama flokk og Angelinu Jolie.

Justin ætti að vera kvikmyndaáhugamönnum að góðu kunnur en hann hefur leikið í myndum á boð við American Psycho, Zoolander, Charlie´s Angels, Duplex, Miami Vice, Mulholland Drive, Tropic Thunder og Megamind. Auk þess hefur hann leikið í fjölda sjónvarpsþátta.  

Jennifer og Justin, ásamt Jason Sudeikis.
Jennifer og Justin, ásamt Jason Sudeikis. mbl.is/DailyMail
Justin ásamt fyrrverandi kærustu sinni Heidi Bivens sem er allt …
Justin ásamt fyrrverandi kærustu sinni Heidi Bivens sem er allt annað en sátt. mbl.is/Getty
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál