„Jennifer Aniston stal manninum mínum.“

Jennifer Aniston og nýji kærastinn Justinn Theroux.
Jennifer Aniston og nýji kærastinn Justinn Theroux. mbl.is/samsett mynd

Það lít­ur út fyr­ir að Jenni­fer Anist­on sé geng­in út. Sá heppni heit­ir Just­in Theroux og er 39 ára gam­all leik­ari. Þau kynnt­ust sl. haust við tök­ur á mynd­inni Wand­erlust þar sem Jenni­fer fer með aðal­hlut­verkið.

Sam­kvæmt heim­ild­um hélt Jenni­fer mat­ar­boð þann 27 maí sl. Þar sem hún kynnti Theroux fyr­ir sín­um nán­ustu vin­um, þeim Court­ney Cox og Chel­sea Handler. Hef­ur parið sést reglu­lega sam­an und­an­farn­ar átta vik­ur og virðist ganga vel.

En það eru ekki all­ir sátt­ir, allra síst fyrr­ver­andi kær­asta Just­ins, bún­inga­hönnuður­inn Heidi Bivens en hún og Just­in hafa verið sam­an í fjór­tán ár. Flutti hún út úr íbúð þeirra um síðustu helgi, þrátt fyr­ir að hann hafi verið að hitta Jenni­fer mun leng­ur. Hún seg­ist ósátt við parið og vand­ar Jenni­fer ekki kveðjurn­ar og set­ur hana í sama flokk og Ang­el­inu Jolie.

Just­in ætti að vera kvik­mynda­áhuga­mönn­um að góðu kunn­ur en hann hef­ur leikið í mynd­um á boð við American Psycho, Zooland­er, Charlie´s Ang­els, Dup­l­ex, Miami Vice, Mul­hol­land Dri­ve, Tropic Thund­er og Megamind. Auk þess hef­ur hann leikið í fjölda sjón­varpsþátta.  

Jennifer og Justin, ásamt Jason Sudeikis.
Jenni­fer og Just­in, ásamt Ja­son Su­deikis. mbl.is/​DailyMail
Justin ásamt fyrrverandi kærustu sinni Heidi Bivens sem er allt …
Just­in ásamt fyrr­ver­andi kær­ustu sinni Heidi Bivens sem er allt annað en sátt. mbl.is/​Getty
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda