Jennifer Aniston fær sér fyrsta húðflúrið

Jennifer Aniston er komin með húðflúr á hægri fótinn.
Jennifer Aniston er komin með húðflúr á hægri fótinn. MARIO ANZUONI

Leik­kon­an Jenni­fer Anist­on er þekkt fyr­ir huggu­leg­heit og lát­laus­an og el­eg­ant klæðaburð. Hún sést aldrei blind­full á al­manna­færi, hún ger­ir enga skandala og pass­ar orðspor sitt vel. Hún er næst­um því alltaf með sömu hár­greiðslu og fer aldrei í of flegna kjóla. Nú ber­ast þær frétt­ir utan úr heimi að hún sé búin að fá sér sitt fyrsta húðflúr. 

Döm­ur eins og Jenni­fer Anist­on, sem eru ekki svona húðflúr­týp­ur, geta því kannski farið að velta þess­um mögu­leika fyr­ir sér. 

Húðflúr Jenni­fer Anist­on er þó hvorki yfirþyrm­andi né stórt því það er er staðsett á hægri fæti, rétt fyr­ir ofan il­ina. Og hvað ætli standi? Jú, orðið Norm­an. Það orð er víst í miklu upp­á­haldi hjá leik­kon­unni. Svo miklu upp­á­haldi að hún var til­bú­in til að láta húðflúra það á sig. 

Hvað ætli frú Anist­on geri næst? 

Jennifer Aniston.
Jenni­fer Anist­on. AP
Jennifer Aniston.
Jenni­fer Anist­on. Reu­ters
Jennifer Aniston.
Jenni­fer Anist­on. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda