Hugh Hefner er eftirsóttur

Holly Madison, Hugh Hefner, Bridget Marquardt og Kendra Wilkinson árið …
Holly Madison, Hugh Hefner, Bridget Marquardt og Kendra Wilkinson árið 2008. Kevin Winter

Strokubrúðurin Crystal Harris segir að það sé engin vöntun á konum sem þrái að vera með Hugh Hefner.  Crystal, sem er 25 ára, er í sviðsljósinu eftir að hún hætti við að giftast klámkónginum Hugh Hefner um þarsíðustu helgi. Þau trúlofuðu sig við hátíðlega athöfn um jólin og færði hann henni 11 milljóna trúlofunarhring.   Þó svo að hann sé orðinn 85 ára er hann ennþá í fullu fjöri og skvísurnar falla kylliflatar fyrir honum. Crystal var varla búin að pakka niður fötunum sínum þegar Hefner var byrjaður að hitta Önnu Sophiu Berglun. Í samtali við Kyle and Jackie á útvarpsstöðinni O í Bandaríkjunum sagði Crystal að hún hefði engar áhyggjur af kvenmannsleysi myndi einhvern tímann hrjá Hefner. „Það eru alltaf stelpur í kringum hann sem vilja hitta hann og vera með honum. Það kemur ekkert á óvart. Ég er glöð að hann sé hamingjusamur.“  Hún er að hugsa sinn gang og segist ekki vera í sambandi við neinn karlmann þessa stundina. 

„Við vorum alveg sammála um að það væri gáfulegast að hætta við brúðkaupið. Það myndaðist mikið stress í undirbúningnum og þetta gerðist allt svo hratt. Ég settist niður með Hef og sagði honum að ég teldi að þetta væri ekki rétt ákvörðun hjá okkur. Þá sagðist hann ekki hafa neina þörf fyrir að kvænast heldur væri hann bara að gera þetta fyrir mig því hann hélt að þetta væri það sem ég þráði.“

Hún segist hafa fundið það fljótlega eftir trúlofunina að hún væri ekki tilbúin til að ganga í hjónaband. 

„Ég elska hann á minn hátt og það hvarflar ekki að mér að segja neitt ljótt um hann,“
Hugh Hefner.
Hugh Hefner. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda