Kirsten Dunst barðist við þunglyndi

Kirsten Dunst og Lars von Trier í Cannes.
Kirsten Dunst og Lars von Trier í Cannes. Reuters

Leikkonan Kirsten Dunst fer ekkert í felur með að hún hafi barist við þunglyndi. Árið 2008 þurfti hún að gangast undir meðferð til að reyna að sigrast á sjúkdóminum. Í dag þarf hún að fara mjög vel með sig svo hún fari ekki út af sporinu. Í viðtali við septemberhefti breska Elle segir Kirsten að þetta sé ekkert til að skammast sín fyrir. 

„Ég hef upplifað þunglyndi eins og margir aðrir. Ég upplifði mikla streitu frá mismunandi þáttum í lífi mínu og þurfti að takast á við það. Þetta er mjög viðkvæmt. Það er svo auðvelt að fara í gegnum margar rangar dyr áður en maður finnur þær réttu.“

Einn af þeim þáttum sem hafði áhrif á þunglyndi Kirsten var sambandsslit hennar við  tónlistarmanninn Johnny Borrell. Nokkrum mánuðum eftir að þau hættu saman fór hún í þunglyndismeðferð á Cirque Lodge. 

Í dag hefur hún fundið ástina á ný í fangi Jason Boesel, sem starfar í tónlistargeiranum, og logar ástin hreinlega á milli þeirra.  Ungfrú Dunst er ekki á því að leikkonur eigi að sækja ástina til starfsbræðra sinna. 

„Ég held að leikkonur og leikarar séu kannski ekki heppilegustu pörin.  Allavega ef fólk vill stofna fjölskyldu. Ég er komin á þann stað að ég þrái hjónaband og börn.“

Lars Von Trier og Kirsten Dunst.
Lars Von Trier og Kirsten Dunst. YVES HERMAN
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda