Mér fannst ég aldrei vera feit

Jennifer Hudson.
Jennifer Hudson. mbl.is/Cover
Leikkonunni Jennifer Hudson fannst hún ekki vera feit fyrr en hún flutti til Hollywood. Hún skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 þegar hún tók þátt í American Idon. Síðan þá hefur frami hennar legið beint upp á við. 

Jenni­fer Hudson seg­ist ekki hafa gert sér grein fyr­ir því að hún væri vel í hold­um fyrr en hún varð fræg. 

„Það hvarflaði ekki að mér að ég væri í flokkuð í yf­ir­stærð og fannst ég aldrei feit. Það var ekki fyrr en ég kom til Hollywood sem allt breytt­ist,“ sagði hún í sam­tali við Self tíma­ritið. „Mér fannst ég vera í hinni full­komnu fata­stærð.“

Hudson notaði föt í stærð 16 þegar hún varð fræg. Nú hef­ur hún lést um 36 kíló á síðustu árum. Hún er alin upp í Chicago og seg­ir að kon­ur í borg­inni séu yf­ir­leitt frek­ar þétt­vaxn­ar.

„Ég var spurð að því í viðtali hvernig væri að vera í yf­ir­stærð í Hollywood. Ég leit í kring­um mig og velti því fyr­ir mér hvern blaðamaður­inn væri að spyrja. Svo áttaði ég mig á því að hún væri að spyrja mig. Ég hafði ekki áttað mig á því. Auðvitað skar ég mig úr því all­ir voru steypt­ir í sama mót,“ seg­ir hún.

Jennifer á tveggja ára gamlan son, David, með unnusta sínum David Otunga. 

„Ég  játa að það var svo­lítið leiðin­legt að ganga með barn og það sá það eng­inn. Nú stefni ég að því að vera góð fyr­ir­mynd fyr­ir son minn.“

Jennifer Hudson.
Jenni­fer Hudson. mbl.is/​people
Jennifer Hudson.
Jenni­fer Hudson. mbl.is/​AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda