Kim Kardashian giftist af ást

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. mbl.is/Cover Media

Kim Kardashian hefur bloggað um endalok hjónabands síns og Kris Humphries.  

Síðan að skilnaðurinn varð opinber hefur gríðarlega neikvæð umfjöllun átt sér stað þar sem að Kardashian er sökuð um að hafa einungis giftst Humphries í því skyni að fá meiri umfjöllun og peninga.  

Kardashian segir á bloggi sínu að henni hafi fundist erfitt að leiða hjá sér neikvæðar umfjallanir en það sem hún hafi að segja sé: „Ég giftist af ást. Ég trúi því ekki að ég þurfi að verja það.  Ég hefði aldrei eytt svo miklum tíma í eitthvað bara fyrir sjónvarpsþátt!“ 

Kardashian segir að hún hafi deilt lífi sínu með áhorfendum raunveruleikaþáttarins og að það hafi verið erfið ákvörðun að leyfa upptökur í brúðkaupinu.  „Þetta er sú sem ég er.  Við tókum upp þegar Kourteny átti barn, þegar Khloe giftist, sambandsslit, bestu minningarnar og verstu. Þetta er það sem gerir okkur að þeim sem við erum.  Við deilum, við gefum, við elskum og við erum opin.“

„Allir sem þekkja mig vita að ég er algjör rómantíker! Ég elska af öllu mínu hjarta og sál.  Ég vil fjölskyldu og börn og raunverulegt líf, ég þrái það svo mikið að kannski fór ég of geyst í hlutina.“ 

Hún viðurkennir að umhverfið hafi haft sitt að segja og að það hafi gert henni erfiðara fyrir að enda hlutina.  „Mér leið eins og ég væri í rússíbana og kæmist ekki úr honum þegar ég vissi líklegast að það hefði verið skynsamlegast.  Ég festist í öllu umstanginu við upptökurnar á þáttunum þegar ég hefði líklegast átt að enda sambandið, ég vissi ekki hvernig ég átti að fara að því og ég vildi ekki valda fólki vonbrigðum.“ 

Kardashian segir einnig í bloggi sínu að sögusagnir um það að hún hafi grætt margar milljónir á brúðkaupinu séu ekki sannar og að hún komi til með að gefa alla þá peninga til góðgerðarmála.  Heimildarmaður síðunnar TMZ segir að hún stefni á að gefa 200.000 dollara. 

Lokaorð Kardashian voru: „Mér þykir það leitt ef ég særði einhvern, en pabbi minn sagði mér alltaf að fylgja hjartanu og ég trúi því að ég sé að gera það núna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda