Gaf Demi Moore 18 milljóna lúxuskerru

Kutcher dekrar Moore til að bæta upp mistökin sín.
Kutcher dekrar Moore til að bæta upp mistökin sín. mbl.is/Cover Media

Ashton Kutcher gaf Demi Moore bíl að andvirði 100.000 dollara, eða um 12 milljóna íslenskra króna, til þess að bjarga hjónabandinu. 

Í síðustu viku kom fram að Moore ætlaði að skilja við Kutcher.  Talið er að hjónbandið hafi gengið brösuglega í nokkra mánuði eftir að Kutcher var sakaður um framhjáhald. Kutcher og Moore hafa verið gift í sex ár en þau áttu sex ára brúðkaupsafmæli í september á þessu ári.

Samkvæmt netmiðlinum TMZ ákvað Kutcher að kaupa rándýran bíl fyrir Moore, einungis tveimur vikum eftir að Moore tók ákvörðun um skilnaðinn.

„Kutcher hafði samband við bílafyrirtæki til þess að geta keypt nýjustu týpuna á markaðnum.  Okkur var sagt að hann hafi valið 2012-árgerðina af Lexus LS 600hL og hafi borgað fyrir hann 100.000 dollara,“segir á vefmiðlinum TMZ.

Kutcher á að hafa keypt lúxuskerruna aðeins tveimur dögum eftir afmæli Moore en hún hélt upp á 49 ára afmælið sitt þann 7. nóvember síðastliðinn.

Kutcher kom fram í viðtali þar sem hann viðurkenndi sambandslitin, en var samt staðráðinn í því að svona vandamál væri hægt að leysa ef viljinn er fyrir hendi.

„Ég held að þetta snúist allt um að vinna í sambandinu og gera það betra, þegar ástandið er gott.  Ekki bíða eftir vandamálinu og þá loksins fara vinna í hlutunum,“sagði Kutcher.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda