Mér finnst ég ekki hafa neina veikleika

Kristinn Sigmundsson.
Kristinn Sigmundsson. Kristinn Ingvarsson

Margt hefur drifið á daga Kristins Sigmundssonar söngvara, og hann á sér ýmsar skemmtilegar hliðar. Kristinn fékkst til að ljóstra upp nokkrum leyndarmálum fyrir lesendur Finns, en hann heldur tónleika í Hofi á laugardag með unga píanósnillingnum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Saman ætla þessir flinku listamenn að flytja Vetrarferðina eftir Schubert.

1. Ég er því miður sólginn í svo til allan mat. Ég er sérstaklega hrifinn af vel heppnaðri ítalskri og franskri matargerð.

2. Ég kann að elda sítrónusnitsel að ítölskum hætti (scallopine al limone) og kjúklingalifur með salvíu (fegatini di pollo alla salvia)

3. Það eru margar borgir sem ég hef tekið ástfóstri við. Mér líður vel í New York, Feneyjum, San Francisco, München, Köln, París og víðar, en hvergi finnst mér samt betra að vera en í Kópavoginum.

4. Ég á mér svo marga uppáhaldstónlistarmenn, að það væri efni í heila bók. Ég get nefnt nokkra söngvara sem ég hef unnið með og held mikið upp á, t.d. Renée Fleming, Susan Graham, Johan Botha og Bryn Terfel.

5. Ein af uppáhaldsbíómyndunum er The Producers eftir Mel Brooks, upprunalega útgáfan með Zero Mostel og Gene Wilder.

6. Ég er svona rétt sæmilegur í fluguveiði og bý flugurnar mínar flestar til sjálfur.

7. Ég borða ekki hákarl og ekki skötu, af því ég er svo logandi hræddur um að það sé vondur matur. Mér nægir lyktin.

8. Ég var einn af stofnendum Háskólakórsins og fyrsti formaður hans. Samt hef ég aldrei sungið í kórnum. – Ekki einu sinni komið á æfingu. Mér finnst rétt að því sé haldið til haga.

9. Ég stenst allt. – Nema súkkulaði og góðan mat...

10. Ég er skíthræddur við geitunga, sprautunálar og hálku. – Sjúklega hræddur við hálku.

11. Mér finnst ég ekki hafa neina veikleika, en það eru ekki allir sammála um það. Mínir nánustu segja að ég sé alveg óforbetranlegur besservisser. Þau segja mér að ég haldi að ég viti allt betur en aðrir. Þetta er auðvitað misskilningur í þeim, en þau vita bara ekki betur.

12. Svo er ég alltof hógvær. – Ég hef reyndar alltaf verið pínulítið montinn af því.

13. Ég met mest í fari fólks ef það getur verið gott hvað við annað án þess að ljúga og pretta, þá finnst mér það heldur fallegt.

14. Mér mislíkar mest geðvonska, fals og sjálfsupphafning á kostnað annarra. – Og bros sem ekki ná til augnanna.

15. Þingvellir eru tvímælalaust uppáhaldsstaðurinn minn. Þangað verð ég að koma að minnsta kosti einu sinni á ári. Náttúrufegurðin og saga staðarins hafa alltaf laðað mig þangað. – Og Þingvallavatn, þetta stórkostlega vatn sem á engan sinn líka í víðri veröld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda