Róandi og huggulegt að vaska upp

Desember er vafalítið annasamasti mánuður ársins hjá Sigríði Thorlacius söngkonu og fjöldinn allur af tónlistarviðburðum framundan. Svo var hún að gefa út með Sigurði Guðmundssyni plötu með tónleikum þeirra og Sinfoníuhljómsveitar Íslands. Finnur sló á þráðinn til Sigríðar og fékk að heyra hvað hæfileikaríka unga Reykjavíkurmær dreymir um:

Skemmtilegast að gera? „Ég hef alveg merkilega gaman af því að drekka gott kaffi. Bæði finnst mér kaffið svo gott, en einnig það sem oftast fylgir því sem er gott fólk. Það er eitthvað við það að eiga gott spjall yfir kaffibolla.“

Best að borða? „Mér finnst kjötsúpa móður minnar ákaflega góð, sérstaklega þegar það er kalt úti.“

Draumabíllinn? „Ég hef aldrei átt bíl, hef aldrei verið með bílpróf og því aldrei átt draumabíl. Hins vegar, ef og þegar ég fæ mér bíl, þá mun ég fá mér risastóran hvítan jeppa sem heyrist mikið í.“

Hvað vantar á heimilið? „Ég á pínulitla íbúð og það sem ekki er þar nú þegar myndi sennilega illilega komast þar inn. Hins vegar á ég ákaflega fallega kaffivél sem er biluð. Mig vantar sumsé að láta laga hana. Akkurat núna vantar mig svo salt og uppþvottalög. Annað er pjatt og óþarfi.“

Hvað langar þig í? „Það sem mig langar mest í þessa dagana er Fuglabókin eftir Benedikt Gröndal. Mér finnst hún svo ótrúlega falleg. Annars langar mig í margar bækur þessi jólin. Og svo bara kerti og spil held ég.“

Best heima? „Eftirlætisstaðurinn er við eldhúsgluggann, þar held ég mikið til. Hann er fallegur, útsýnið fallegt og þar er gott að drekka kaffið. Mér finnst huggulegt að vaska upp. Mér finnst það á einhvern hátt róandi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda