Ekkert eðlilegra en að sýna nekt

Lindsay Lohan á forsíðu Playboy.
Lindsay Lohan á forsíðu Playboy. mbl.is/Playboy

Leik­kon­an Lindsay Loh­an prýðir næstu forsíðu á tíma­rit­inu Play­boy. Það fór allt á hliðina fyr­ir helgi þegar það kom í ljós að forsíðunni hafði verið lekið á netið, viku fyr­ir út­gáfu­dag blaðsins. Um er að ræða janú­ar­hefti blaðsins og er Loh­an nak­in á forsíðunni.

Leik­kon­an er ekki feim­in við að bera lík­ama sinn og seg­ir að nekt sé hluti af nátt­úr­unni. „Kyn­líf og kyn­ferði eru hluti af nátt­úr­unni og ég fylgi nátt­úr­unni,“ seg­ir Lindsay Loh­an op­in­ber­lega eft­ir að mynd­irn­ar láku á netið.

„Það er mik­il­vægt að þekkja sjálf­an sig og lík­ama sinn, það veit­ir sjálfs­traust. Kon­ur þurfa á því að halda.“

Fer­ill Loh­an hef­ur ekki verið sér­lega glæst­ur upp á síðkastið en hann hef­ur ein­kennst af enda­lausu klúðri og meðferðum. Hún er meðvituð um að hafa kannski ekki farið sem best með tím­ann og seg­ir að nú sé bjart­ara framund­an.

„Síðustu fimm ár hef ég lært ótal margt. Ég veit að við lif­um bara einu sinni og hver og einn verður að læra af mis­tök­um sín­um. Hver og einn ber ábyrgð á sínu lífi og sín­um draum­um.“

Lindsay Lohan.
Lindsay Loh­an. mbl.is/​Co­ver media
Lindsay Lohan.
Lindsay Loh­an. mbl.is/​Co­ver Media
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda