Söngkonan Whitney Houston er látin aðeins 48 ára að aldri. Hún fannst klukkan fjögur í gær á fjórðu hæð á hóteli í Beverly Hills. Reynt var að lífga hana við án árangurs. Dánarorsök er enn óljós en síðustu ár átti hún við vímuefnavanda að stríða. Vinir, fjölskylda og samstarfsfélagar báru kennsl á líkið.
Söngkonan sló í gegn árið 1980 og fram til 1990 átti hún hvert lagið á fætur öðru á vinsældalistum. Hún var einn af tekjuhæstu listamönnum tíunda áratugarins og varð fyrirmynd annarra söngkvenna eins og Christinu Aguilera og Mariuh Carey.
Hún var þó ekki bara söngkona því hún lék á móti Kevin Costner í myndinni The Bodyguard auk þess að fara með hlutverk í myndinni Waiting to Exhale.
Þótt hún nyti mikillar velgengni var líf hennar langt frá því að vera dans á rósum því hún þjáðist af áfengis- og eiturlyfjafíkn. Síðustu mánuðir voru erfiðir í lífi söngkonunnar. Á dögunum kom fram að hún væri búin að búin með peningana sína og lifði á vinum og ættingjum.