Var með róandi lyf í líkamanum

Whitney Houston.
Whitney Houston. MARIO ANZUONI

Fyrsta krufn­ings­skýrsla leiðir í ljós að söng­kon­an Whitney Hou­st­on hafði tekið inn ró­andi lyf þegar hún lést síðastliðinn laug­ar­dag. Lík henn­ar fannst á fjórðu hæð á hót­el­her­bergi í Bever­ly Hills og var hún úr­sk­urðuð lát­in kl. 03.55 að staðar­tíma.

Á her­bergi söng­kon­unn­ar fund­ust lyf­seðils­skyld lyf eins og lórezepam, val­í­um og xan­ax.
Heim­ild­armaður seg­ir í sam­tali við RadarOnline.com að fleiri niður­stöður muni liggja fyr­ir í lok vik­unn­ar.

„Það mun koma í ljós seinna í þess­ari viku hvaða lyf söng­kon­an tók inn og í hvaða magni,“ sagði heim­ild­armaður í sam­tali við vef­inn.

Það get­ur þó tekið allt upp í sex vik­ur að fá ná­kvæm­ar niður­stöður.

Á síðasta ári lék Hou­st­on í end­ur­gerð kvik­mynd­ar­inn­ar Sparkle. Sam­starfs­menn henn­ar sem unnu með henni í mynd­inni segja að það hafi verið allt í lagi með hana á meðan á tök­um stóð. Og að hún hafi komið á óvart því hún var svo skemmti­leg.

„Við erum virki­lega sorg­mædd yfir hörmu­legu frá­falli Whitney Hou­st­on. Tök­um á Sparkle var ný­lokið þegar hún féll frá. Við biðjum fyr­ir fjöl­skyldu henn­ar og vin­um,“ sagði Bis­hop T.D. Jakes, fram­leiðandi mynd­ar­inn­ar.

Whitney Houston.
Whitney Hou­st­on. GARY HERS­HORN
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda