Var með róandi lyf í líkamanum

Whitney Houston.
Whitney Houston. MARIO ANZUONI

Fyrsta krufningsskýrsla leiðir í ljós að söngkonan Whitney Houston hafði tekið inn róandi lyf þegar hún lést síðastliðinn laugardag. Lík hennar fannst á fjórðu hæð á hótelherbergi í Beverly Hills og var hún úrskurðuð látin kl. 03.55 að staðartíma.

Á herbergi söngkonunnar fundust lyfseðilsskyld lyf eins og lórezepam, valíum og xanax.
Heimildarmaður segir í samtali við RadarOnline.com að fleiri niðurstöður muni liggja fyrir í lok vikunnar.

„Það mun koma í ljós seinna í þessari viku hvaða lyf söngkonan tók inn og í hvaða magni,“ sagði heimildarmaður í samtali við vefinn.

Það getur þó tekið allt upp í sex vikur að fá nákvæmar niðurstöður.

Á síðasta ári lék Houston í endurgerð kvikmyndarinnar Sparkle. Samstarfsmenn hennar sem unnu með henni í myndinni segja að það hafi verið allt í lagi með hana á meðan á tökum stóð. Og að hún hafi komið á óvart því hún var svo skemmtileg.

„Við erum virkilega sorgmædd yfir hörmulegu fráfalli Whitney Houston. Tökum á Sparkle var nýlokið þegar hún féll frá. Við biðjum fyrir fjölskyldu hennar og vinum,“ sagði Bishop T.D. Jakes, framleiðandi myndarinnar.

Whitney Houston.
Whitney Houston. GARY HERSHORN
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda