Það var öllu tjaldað til í Metropolitan-safninu í New York 7.maí síðastliðinn. Þá var þar haldið sannkallað galakvöld í tilefni af opnun sýningarinnar „Schiaparelli & Prada: Impossible Conversations“. Á sýningunni er teflt saman hönnun og hugmyndum tveggja ítalskra tískuhönnuða með gerólíkan stíl. Þær eru Elsa Schiaparelli (1890-1973) og svo Miuccia Prada. Schiaparelli lagði ávallt áherslu á flúr, skraut og dramatíska hönnun en Prada er hins vegar þekkust fyrir einkar naumhyggjulegan stíl. Nafn sýningarinnar er dregið af þessu ólíkindalega samkrulli og áhugavert að sjá hvernig tekst til að tefla þessum ólíku heimum saman.
Mikil eftirvænting ríkir vegna sýningarinnar og fræga fólkið lét sig hreint ekki vanta þegar galakvöld var haldið við opnunina. Mættu allir í sínu fínasta og úr varð hreinasti stórstjörnufans, eins og myndirnar sýna.