Lögfræðingurinn Hildur Sverrisdóttir er um þessar mundir að setja saman bók um kynlífsfantasíur íslenskra kvenna og hvetur hún konur til að senda inn nafnlausar sögur á vefsíðuna fantasiur.is. Valið verður úr bestu sögunum og þær prófarkalesnar og stílfærðar.
Hildur sagði í Kastljósviðtali í gærkvöldi að bókin ætti að vera til unaðs og skemmtunar.
Hildur starfaði með laganámi sem framkvæmdastjóri V-dagsins gegn kynferðisbrotum og setti upp Píkusögur með alþingiskonum. Auk þess er hún varaborgarfulltrúi og situr í umhverfis- og samgönguráði fyrir Sjálfstæðisflokkinn.