Nýhættur að drekka Pepsí Max

Valdimar Guðmundsson,
Valdimar Guðmundsson, mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Valdimar Guðmundsson, sjarmörinn með silkimjúku röddina ómótstæðilegu, verður fremstur í flokki á Keflavík Music Festival 7.-10. júní. Þar ætlar hann að syngja með félögum sínum í hljómsveitini Valdimar, en einnig troða upp bönd á borð við Of Monsters and Men, Hjálmar og Klassart.

1. Ég er rétthentur, en í billjard er ég örvhentur. Allt mitt líf hef ég velt því fyrir mér af hverju þetta er.

2. Ég er skíthræddur við hrossaflugur. Mér finnst eitthvað alveg einstaklega ógeðslegt við allar þessar löngu lappir þeirra og hvernig þær flögra handahófskennt í andlitið á manni.

3. Ég vildi ekki borða neitt annað en unnar kjötvörur langt fram á unglingsaldur. Vildi ekki nautakjöt, svínakjöt eða lambakjöt en kjúklingur og fiskur slapp þó (naumlega) fyrir horn. Faðir minn þurfti þess vegna yfirleitt að sjóða pulsur eða kjötbollur þegar hann eldaði lambalæri eða svínakótilettur í matinn.

4. Ég er með „guilty pleasure“ fyrir rómantískum gamanmyndum. Hugh Grant er í miklu uppáhaldi. Tala nú ekki um ef Julia Roberts er að leika á móti honum í myndinni.

5. Uppáhaldsmyndin mín er Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Ofboðslega vel heppnuð mynd og það er eitthvað við nostalgíutilfinninguna í henni sem heillar mig alveg.

6. Ég er mjög góður í þumlaglímu. Get þó ekki sagt að ég hafi grætt mikið á þeim hæfileikum og þess vegna er ég í þessu tónlistarbraski sem er áhugamál númer tvö (djók).

7. Ég á það til að detta út og fara í minn eigin heim í miðjum samræðum. Gerðist líka oft í skólanum og það er kannski þess vegna sem ég kann ekki neitt í dag.

8. Mér finnst U Smile með Justin Bieber vera ógeðslega gott lag.

9. Uppáhaldslagið mitt er hins vegar Lover, You Should've Come Over með Jeff Buckley.

10. Frá aldrinum 5-9 ára hlustaði ég bara á plötuna Bad með Michael Jackson og ekkert annað.

11. Uppáhaldsmaturinn minn er kássan hans pabba og svokallaðir „man's burgers“ sem pabbi grillar. Eiginlega allt sem pabbi eldar er mitt uppáhalds.

12. Ég hef líklega fengið hæfileika móður minnar í eldamennskunni þar sem ég kann varla að elda neitt flóknara en hamborgara.

13. Ég vil helst ekki sofa með fleiri en einn kodda. Ef koddinn er lítill þá bara brýt ég hann saman og sef þannig. Það er bara kaos ef þetta fer út í tvo eða fleiri kodda.

14. Þegar ég var yngri þurfti ég alltaf að þykjast vera að skjóta körfubolta til að muna hvort var hægri og hvort vinstri. Frekar stutt síðan ég hætti þessu meira að segja.

15. Ég er nýhættur að drekka Pepsi Max og það hefur örugglega komið fram í sölutölum á Pepsi Max á Suðurnesjum.

Valdimar.
Valdimar. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda