Lífið var eins og hryllingsmynd

Katie Holmes.
Katie Holmes. mbl.is/AFP

Heimildarmaður segir í samtali við US Weekly að líf Katie Holmes hafi verið eins og í hryllingsmyndinni Rosemary’s Baby.

Myndin, sem er frá 1968, fjallar um unga ólétta móður sem lifir í stöðugum ótta við barnsföður sinn sem hótar að gefa nágrönnunum ófætt barnið í skiptum fyrir dulspeki sem boðar mikla velgengni á leiksviðinu. Holmes lifði í stöðugum ótta um að hann myndi taka dóttur þeirra Suri inn í Vísindakirkjuna.

„Það var alveg sama hvað hún gerði, alltaf þurfti hann að gagnrýna hana og stjórna henni. Henni leið eins og hún væri að leika hlutverk í myndinni Rosemary's Baby,“ sagði heimildarmaður í samtali við blaðið. „Hún sá að hún yrði að skilja við hann til að vernda dóttur sína.“

Fram hefur komið að Tom Cruise hafi ekki haft hugmynd um hvað Holmes væri að hugsa og vissi ekki betur en hjónaband þeirra gengi bara vel. Erlenda pressan segir að hann sé sturlaður af reiði í garð Holmes fyrir að fara svona með sig.

Katie Holmes.
Katie Holmes. mbl.is/AFP
Tom Cruise og Katie Holmes.
Tom Cruise og Katie Holmes. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda