Kate Middleton prýðir ágústhefti suðurafríska Marie Claire. Það er að segja, tölvugerð mynd af henni, en útgefendur sáu sér þann leik á borði að skálda hertogaynjuna á forsíðuna hjá sér því engin leið er að fá hana í myndatöku. Ekki að hertogaynjan hafi neitt persónulega á móti Marie Claire heldur hefur hún harðneitað öllum tímaritum um myndatökur, meira að segja þeim flottustu eins og Vogue.
Innan í Marie Claire-heftinu ber fyrir fleiri tölvugerðar myndir þar sem Kate Middleton er klædd í mismunandi kjóla og fatnað eftir þekkta suðurafríska hönnuði. Kjóllinn sem „hún“ klæðist á forsíðunni er eftir Clive Rundle.
Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem tímarit bregða á ráð að birta tölvugerðar myndir af Kate. Bandaríska tímaritið New Republic útbjó mynd af henni þar sem tennurnar voru afmyndaðar og innihélt greinin gagnrýni á breska heimsveldið.
HÉR má sjá forsíðumyndina nýjustu.