Camilla Parker, eiginkona Karls Bretaprins, hefur helgað sig ýmiss konar góðgerðarstarfsemi.
Verkefnin sem hún hefur einbeitt sér að eru nokkur og þykir hún hreyfa við fólki þar sem hún kemur og sýna að málefnin séu henni hjartans mál.
Camilla heimsækir skólabörn og les fyrir þau eins og sönn amma og heimildamaður HELLO! sagði að það góða við Camillu væri að hún væri ekki að „reyna of mikið“. Hún geri þetta eðlilega og af einlægni.
Eftir að hafa staðið í skugga Díönu prinsessu virðist Camillu því hafa tekist að fá almenning á sitt band en um tíma var talið að samband hennar og Karls yrði banabiti bresku konungsfjölskyldunnar. Þeir ljósmyndarar sem henni fylgja segja að í návist fólks sé hún afar umhyggjusöm.