Langafasonur stofnanda Vísindakirkjunnar segir að Katie Holmes og dóttir hennar Suri hafi verið heppnar að sleppa út úr Vísindakirkjunni.
Í viðtali við CBS sjónvarpsstöðina deilir James DeWolf, langafabarn L. Ron Hubbards, reynslu sinni af Vísindakirkjunni og segir hana hafa eyðilagt fjölskyldu sína. Jafnframt kemur fram í viðtalinu að hann telji mæðgurnar frægu hafa verið heppnar að sleppa út „áður en það var of seint“.
Afi DeWolfs og sonur stofnanda Vísindakirkjunnar lét breyta nafni sínu þegar hann yfirgaf kirkjuna. DeWolf starfar sem uppistandari og hefur þurft að mæta afleiðingum af því að gera grín að kirkjunni og sagði jafnframt í viðtalinu að það væri í raun hættulegt fyrir hann að fallast á viðtalið við CBS. Hann sagði Tom Cruise vera enn eitt „sorglegt dæmið um fórnarlamb þeirrar sjónhverfingar sem langafi minn bjó til í kringum sig.“
Eins og kom fram í dag er Tom Cruise að leita að íbúð í New York til að geta dvalið nær dóttur sinni.
HÉR má sjá viðtalið.