Getur talað og sungið afturábak

Matti Matt söngvari.
Matti Matt söngvari. Árni Sæberg

Vinsælustu söngvarar landsins fá litla hvíld um verslunarmannahelgina. Matthías Matthíasson tilheyrir þessum hópi og verður á þeytingi næstu dagana, hann verður með hljómsveitum sinni á Siglufirði á morgun. Matthías upplýsti um 15 lítil leyndarmál.

1.Ég get talað afturábak, jafnvel sungið heilu lögin. Ofboðslega pointless hæfileiki en hefur komið sér vel í partýum.

2.Ég átti Íslandsmet í spjótkasti unglinga í ca. 7 mínútur. Þá kastaði hinn keppandinn lengra.

3.Ég er lærður kafari og hef kafað meira en 200 sinnum við Íslandsstrendur og úti um allan heim, meðal annars með hákörlum og risaskjaldbökum.

4.Ég átti bleikan bíl, sem ég taldi mér trú um að væri rauður... en hann var víst fagur-laxa-bleikur.

5.Ég þótti nokkuð liðtækur í íþróttum og æfði fótbolta með Heiðari Helgu og handbolta með Sigfúsi Sigurðssyni og á verðlaun fyrir sund, frjálsar, fótbolta, körfubolta, handbolta og eitthvað fleira líka.

6.Ég er gríðarlegur dellukall og hef gengið langt með margar dellurnar. Græjudella, köfunardella, skotveiðidella, golfdella, verkfæradella og fleira.

7.Ég greindist um þrítugt ofvirkur með athyglisbrest sem útskýrir ýmislegt í mínu lífi.

8.Ég er með gríðarlega sterka réttlætiskennd og ég hef hreinlega lagst veikur í rúmið þegar ég er beittur óréttlæti eða einhverju upp á mig logið.

9.Það þarf virkilega mikið til þess að ég skipti skapi og ég er líklega með jákvæðari einstaklingum sem þið getið fundið, vakna alltaf brosandi. Alveg satt.

10.Ég hjólaði gríðarlega mikið sem barn og ég get ennþá hjólað á afturdekkinu nokkuð langar vegalengdir.

11.Leikskólaganga mín var sérstök og ekki mjög langvinn, ég svaf nánast allan daginn í rólunum og mamma skildi ekkert í því að ég svaf ekkert á næturnar.

12.Þegar ég var barn var ég einstaklega forvitinn og ef foreldrar mínir voru með gleðskap mátti ég ekki missa af neinu. Einu sinni gat ég ekki haldið mér vakandi lengur þannig að ég náði í kassettutækið mitt og tók upp restina af partýinu.

13.Byrjaði að vinna í fiski 10 ára gamall og keypti mér hjól fyrir launin. Um veturinn stalst ég til að vinna með skólanum í harðfiski hjá Hagga heitnum á Dalvík.

14.Datt inn í magnað partý í New York þar sem ég dansaði meðal annars við Heather Graham, Matt Damon, Ethan Hawke og fullt af liði úr Sex and the City.

15. Var fyrsti karlkyns kynnirinn í Eurovision, fyrir Íslands hönd. Það hafa alltaf verið valdar fegurstu stúlkurnar í þetta hlutverk, núna var greinilega komið að fallegasta karlmanninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda