Manuela Ósk Harðardóttir hefur ekki setið auðum höndum síðan hún hætti samstarfi við Önnu Lilju Johansen með fatamerkið Malla Johansen. Nú hefur hún opnað vef ásamt vinkonu sinni, Karen Lind Tómasdóttir.
Vefurinn heitir M X K og opnaði í gær. Skvísurnar ætla að skrifa um tísku, hönnun, heilsu og svo er sérstakur slúðurdálkur á síðunni ásamt viðtalsdálki.