Hvað er að frétta, Teitur?

Teitur Björn Einarsson.
Teitur Björn Einarsson.

Teit­ur Björn Ein­ars­son lög­fræðing­ur ólst upp á Flat­eyri og gegn­ir for­mennsku í ut­an­rík­is­mála­nefnd Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hann ætl­ar sér stóra hluti í þing­kosn­ing­un­um og hef­ur gefið kost á sér í 5. sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík. Teit­ur á ekki langt að sækja stjórn­mála­genin því faðir hans var Ein­ar Odd­ur Kristjáns­son heit­inn alþing­ismaður. 

Halló, hvað er að frétta ?

„Já, halló. Það er margt sniðugt og skemmti­legt að frétta. Haustið er komið, kann vel að meta það.“

Hvar áttu heima? 

„Í Reykja­vík, á Birki­mel. Bjó á yngri árum á Flat­eyri en frá því ég var í MR og HÍ fyr­ir ein­hverj­um árum hef ég haldið mig fyrst og fremst í Vest­ur­bæn­um. Þar liggja líka sterk­ar fjöl­skyldu­ræt­ur þar sem mamma ólst upp á Greni­mel. Ég man þegar ég var lít­ill púki og við heim­sótt­um ömmu í höfuðborg­inni að Mel­arn­ir voru Reykja­vík. Annað var ókannað landsvæði.“

Hvað ertu bú­inn að vera að gera í vik­unni?
„Fór til tann­lækn­is og stóð mig vel. En svo hef ég aðallega verið með góðu fólki að und­ir­búa próf­kjör mitt í Reykja­vík; skrifa grein­ar, fara í viðtöl, tala á fund­um og hitta sjálf­stæðis­menn. Best var stór­fjöl­skyldumat­ar­boðið hjá Jó­hönnu föður­syst­ur minni á mánu­dag­inn. Lasagna með vest­firsku ívafi gef­ur manni orku út vik­una.“

Hvað ætl­arðu að gera á morg­un? 

„Byrja á því að mæta í vinn­una og sjá svo hvert dag­ur­inn leiðir mig.“ 

Eig­um við að skila ein­hverju til vina og vanda­manna?

„Endi­lega. Fyr­ir það fyrsta þá bið ég kær­lega að heilsa og vona að allt vesenið á mér  næstu vik­ur fram að 24. nóv­em­ber mæti skiln­ingi og alúð. Við Ein­ar Arn­alds vin minn og frænda á Flat­eyri vil ég sér­stak­lega segja að ég hlakka til að mæta í 8 ára af­mælið hans í des­em­ber.“ 

ps.? 

Októ­ber er rúm­lega hálfnaður. Ég mun bráðum vera bú­inn að kynna mér Meist­ara­mánuð nógu vel til að íhuga þátt­töku.“

Teitur Björn Einarsson.
Teit­ur Björn Ein­ars­son.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda