Ráðlagt að bíða ekki með ferð til Íslands

Ísland er áfangaðurinn fyrir árið 2013.
Ísland er áfangaðurinn fyrir árið 2013. Ómar Óskarsson

Blaðamaður hins virta breska dagblaðs Independent ráðleggur ferðamönnum að fara ekki síðar til Íslands en árið 2013. Ástæðan? Framundan sé þvílík tískubylgja í ferðum til landsins að það séu síðustu forvöð til að sleppa við að þurfa að troðast í þvögu.

Greinahöfundur segir að það sem komi mest á óvart sé sú ótrúlega hollusta sem erlendir ferðamenn sýni Íslandi eftir ferðir sínar þangað. „Spyrjið hvaða ferðamann sem er; allir hafa þeir orðið ástfangnir af þessari litlu eyju.“

Enn sé allt fremur ódýrt á Íslandi en til mikils sé að vinna fyrir ferðamenn að komast hingað á næsta ári segir jafnframt í greininni - því efnahagurinn sé að styrkjast með hækkandi verðlagi.

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi hefur um árabil verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna.
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi hefur um árabil verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda