„Við ákváðum að fresta sýningum“

Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson reka framleiðslufyrirtækið Stórveldið ásamt Huga …
Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson reka framleiðslufyrirtækið Stórveldið ásamt Huga Halldórssyni. mbl.is

Smartland greindi frá því fyrr í dag að Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 365 miðla, hefði stöðvað sýningar á þáttunum Lífsleikni Gillz í Sambíóunum. Sigmar Vilhjálmsson, sem rekur Stórveldið sem framleiðir Lífsleikni Gillz ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni og Huga Halldórssyni, segir að þetta sé alrangt. „Ingibjörg Pálmadóttir hefur ekkert með Lífsleikni Gillz að gera og Stórveldið á allan framleiðslurétt af þáttunum. Við ákváðum að fresta sýningum á þáttunum í bíó í síðustu viku þegar kom í ljós að málinu er ekki lokið,“ sagði Sigmar í samtali við Smartland. „Það er alls ekki tímabært að sýna þættina núna og verður ekki fyrr en þetta mál er búið,“ segir hann.

Egill Einarsson í hlutverki Gillz.
Egill Einarsson í hlutverki Gillz. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda