Skónum rænt á meðan hún fór í sjósund

Þóra Hallgrímsdóttir og skórnir frá Ganni sem stolið var á …
Þóra Hallgrímsdóttir og skórnir frá Ganni sem stolið var á meðan hún synti í ísköldum sjónum.

Þóra Hallgrímsdóttir, kennari við lagadeild HR og lögmaður, lenti í leiðinlegu atviki á nýársdag þegar hún ákvað að fara í sitt árlega sjósund ásamt vinkonu sinni. Á meðan hún fór í ískaldan sjóinn voru skór hennar og snyrtibudda tekin ófrjálsri hendi. „Við fórum frekar seint af stað og því voru ekki margir í sjósundi á þessum tíma. Ég skildi dótið mitt eftir í búningsklefanum og þegar við komum upp úr voru skórnir mínir og snyrtibuddan horfin,“ segir Þóra. 

Hún þurfti þó ekki að fara á sundbolnum heim því fötin hennar voru á sínum stað ásamt fötum vinkonu hennar. Þóra segir að sá sem hafi haft skótau hennar með sér á brott hafi greinilega góðan smekk því skórnir voru nýlegir frá Ganni og skörtuðu 9 cm fylltum hæl.

„Að ganga blaut og köld á fótum úr Nauthólsvík inn í nýtt ár þýðir eitthvað ofboðslegt. Just u wait!

Skór með fylltum hæl frá Ganni.
Skór með fylltum hæl frá Ganni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda