Ragnheiður Eiríksdóttir kynlífshjúkka og prjónasnillingur var að fá sér nýtt húðflúr. Húðflúrið er á vinstri framhandleggnum og nær fram á úlnlið. Hún búin að íhuga það lengi áður en hún lét til skara skríða.
„Eftir heimsókn á Reykjavík Ink og langar stundir á Pinterest ákvað ég að fá mér fiðrildi. Snillingurinn Thomas Asher útfærði svo hugmyndina. Ég ætlaði fyrst að láta fiðrildið sitja á einhvers konar greinaflækju en sá svipað blóm í bók á Rvk Ink á meðan Thomas var að teikna fiðrildið... Það tók hann um 2 tíma að teikna og um 3 tíma að flúra. Ég er sjúklega ánægð með útkomuna, skyggingarnar eru guðdómlegar, línurnar óaðfinnanlegar og litirnir sjúkir,“ segir Ragnheiður sem var með þrjú lítil flúr fyrir, eitt á framhandleggnum, eitt á herðablaðinu og annað á ristinni. Þetta er ekki síðasta húðflúrið sem hún fær sér því hún er strax farin að velta fyrir sér öðru flúri. „Ég ætla að fá mér annað flúr innan nokkurra vikna.