Fullt hús matar málið á morgnana

Full hús matar.
Full hús matar.

Mikið hefur verið ritað og rætt um óhollustu eggja á seinni árum. Eggjahvítan hefur verið talin í lagi af ófáum heilsuspekúlöntum en rauðan orsök alls ills fyrir hjartað og æðarnar, með allt sitt kólesteról. Nýjar rannsóknir hrekja hins vegar þessar fullyrðingar svo um munar.

Samkvæmt nýrri rannsókn vísindamanna við Jilin háskólann í Kína eru egg meinholl auk þess sem þau geta stuðlað að lækkun blóðþrýstings. Nýlega komust vísindamenn við háskólann í Missouri í Bandaríkjunum líka að þeirri niðurstöðu að egg eru tilvalin til að slá á svengdartilfinningu og henta því vel við þyngdarstjórnun en þannig helst maður saddur lengur. 

Eggin eru ekki bara stútfull af prótíni eins og við vissum, heldur eru þau líka rík af amínósýrum, mikilvægum vítamínum (nema D) auk þess sem þau innihalda líka þónokkuð af andoxunarefnunum vinsælu segir á vef Daily Mail um málið. Þar er því sagt að alls ekki þurfi að vara við fleiri en 1-2 á viku.

Svo lengi sem við pössum að velja egg frá „hamingjusömum“ (frjálsum) hænum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skipta t.d. hafragrautnum af og til út fyrir egg, ekki síst ef við erum alveg að fá leið á honum! Maður verður saddur og sæl/-ll segja vitrir menn!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda