Fullt hús matar málið á morgnana

Full hús matar.
Full hús matar.

Mikið hef­ur verið ritað og rætt um óholl­ustu eggja á seinni árum. Eggja­hvít­an hef­ur verið tal­in í lagi af ófá­um heilsu­spek­úlönt­um en rauðan or­sök alls ills fyr­ir hjartað og æðarn­ar, með allt sitt kó­lester­ól. Nýj­ar rann­sókn­ir hrekja hins veg­ar þess­ar full­yrðing­ar svo um mun­ar.

Sam­kvæmt nýrri rann­sókn vís­inda­manna við Jil­in há­skól­ann í Kína eru egg mein­holl auk þess sem þau geta stuðlað að lækk­un blóðþrýst­ings. Ný­lega komust vís­inda­menn við há­skól­ann í Mis­souri í Banda­ríkj­un­um líka að þeirri niður­stöðu að egg eru til­val­in til að slá á svengd­ar­til­finn­ingu og henta því vel við þyngd­ar­stjórn­un en þannig helst maður sadd­ur leng­ur. 

Egg­in eru ekki bara stút­full af pró­tíni eins og við viss­um, held­ur eru þau líka rík af amínó­sýr­um, mik­il­væg­um víta­mín­um (nema D) auk þess sem þau inni­halda líka þónokkuð af andoxun­ar­efn­un­um vin­sælu seg­ir á vef Daily Mail um málið. Þar er því sagt að alls ekki þurfi að vara við fleiri en 1-2 á viku.

Svo lengi sem við pöss­um að velja egg frá „ham­ingju­söm­um“ (frjáls­um) hæn­um ætti ekk­ert að vera því til fyr­ir­stöðu að skipta t.d. hafra­grautn­um af og til út fyr­ir egg, ekki síst ef við erum al­veg að fá leið á hon­um! Maður verður sadd­ur og sæl/-​ll segja vitr­ir menn!

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda