Þingkona í Ungfrú Ísland

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar er búin að skrá sig í keppnina um Ungfrú Ísland. Keppnin hefur legið í dvala en nú á að hressa hana við með látum. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri keppninnar, Rafn Rafnsson, endurvakið hana og sagði hann í samtali við Fréttablaðið að keppnin yrði mun nútímalegri en áður.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði frá því á Facebook-síðu sinni að hún hefði skráð sig í keppnina. „Vona að ég komist í keppnina. Ég þarf að byggja upp sjálfstraustið eftir kosningaósigurinn!

Sigríður Ingibjörg er ekki eina þekkta konan sem skráð hefur sig í keppnina því Guðrún Jónsdóttir forstöðukona Stígamóta og Hildur Lillendahl hafa einnig skráð sig. Ef þú vilt taka þátt í Ungfrú Ísland getur þú skráð þig HÉR.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda