Veðurfræðingurinn ryksugaði himininn

Einar Sveinbjörnsson.
Einar Sveinbjörnsson.

Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson dó ekki ráðalaus þegar kom að því að ryksuga himnasæng sem er yfir predikunarstólnum í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en framkvæmdir hafa staðið yfir í kirkjunni. Gólfin voru slípuð sem gerði það að verkum að allt innan kirkjunnar varð dálítið skítugt.

Í gærkvöldi var unnið við þrif og lökkun og þá dó Einar, formaður bræðrafélagsins, ekki ráðalaus. Hann límdi ryksugubarkann við kústskaft og náði þannig að hreinsa mesta rykið.

Og það var eins og við manninn mælt: Sumarið kom daginn eftir að veðurfræðingurinn ryksugaði himininn!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda