Kokkurinn Gordon Ramsay er staddur hérlendis og sást meðal annars á skemmtistaðnum Loftinu í gærkvöldi. Með í för með honum voru nokkrir vinir hans og íslenskur flugstjóri sem gætti þess vel að fólk væri ekki að ónáða kappann á djamminu.
Smartland hefur heimildir fyrir því að Ramsay hafi komið hingað til lands til þess að veiða í Norðurá. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ramsay kemur til Íslands. Hann hefur heimsótt landið nokkrum sinnum og notið þess besta sem Ísland hefur uppá að bjóða.
Á meðan Ramsay dvelur á Íslandi gistir hann á 101 hóteli.